Nafnspjöld
Nafnspjöld eru einfalt og ódýrt kynningarefni sem þú getur látið útbúa fyrir þig. Við getum útbúið nafnspjöld í mörgum stærðum og gerðum en algengasta stærð nafnspjalda eru 85 x 55 mm, kreditkortastærð og passa í flesta þar til gerða vasa og standa fyrir nafnspjöld. Hægt er að prenta öðru megin eða beggja vegna á nafnspjöld, gera rúnuð horn og bæta við níðsterkri plastfilmu til að verja fyrir hnjaski.
Prentun nafnspjalda er á hágæða pappír, einnig er hægt að uppfylla séróskir í pappírsvali, en algengast er að prenta nafnspjöld á:
- 300 gr matt
- 350 silk matt
Þú getur sent okkur í Skyndiprent tilbúna hönnun af nafnspjaldi en við getum einnig aðstoð þig við að hanna nafnspjaldið þitt. Sjá umbrot
Bæklingar
Bæklingar eru gott kynningarefni, bæði til að dreifa sem markpósti eða til að leggja fram til kynningar. Við prentum bæklinga í öllum mögulegum stærðum og pappírsval er samkvæmt þínum óskum fyrir þinn bækling.
Matseðlar, vörulistar, bréfsefni, ársskýrslur, gormabækur og dagatöl eru allt líka kynningarefni þegar þú gerir þau að þínu. Allt kynningarefni styrkir ímynd vörumerkisins og gerir viðskiptavinum þínum kleift að muna eftir þér, frekar en samkeppnisaðilum þínum.
Við hjá Skyndiprent leggjum metnað okkar í að tryggja að prentun á þínu kynningarefni sé eins góð og best verður á kosið.
Plagöt
Við prentum plagöt í stærðum frá A3 upp í A0 á allskonar pappír.
Sendu okkur línu og við leysum verkefnið.
Roll-up gardínur
Roll Up standur og Gardína
Frábær og ódýr auglýsingaleið til að koma þínum skilaboðum og vöru á framfæri.
Við hjálpum þér að hanna þína auglýsingu eftir þínum óskum.
Fáanleg í þremur breiddum. 85×200 cm, 100×200 cm og 120×200 cm.
Boðskort
Boðskort fyrir öll ykkar tækifæri af allskonar stærðum og gerðum.
Boðskort í brúðkaup, fermingu, afmæli, opnanir, veislur o.s.frv. og við eigum líka umslögin sem henta með kortinu.
Síðan er líka hægt að nafnamerkja kortin og eða umslögin.
UMSLÖG
Prentaðu sérmerkt umslög fyrir það sem þú sendir frá þér og notaðu sem kynningarefni.
Prentum á nánast allar tegundir umslaga í ýmsum stærðum.
Flest umslög fást með eða án glugga og eru sjálflímandi.
Nafnamerkja umslag?, ekert mál, við gerum það.
Límmiðar
Við prentum límmiða, plastlímmiða í öllum stærðum, útlínuskorna miða og speglaða miða (límdir innanvert á glugga). Þú ákveður stærð og gerð límmiða og við prentum.
Þessi er útlínuskorinn
Teikningaprentun
Við prentum og skönnum arkitekta og verkfræðiteikningar í lit eða svarthvítu í öllum stærðum, A3 – A2 – A1 – A0
Best er að senda okkur teikningar í pdf formi og tilgreina hvort eigi að prenta í lit eða svarthvítu
SÁLMASKRÁ
Við sjáum um uppsetningu og prentun á sálmaskrá fyrir þig.
Það er velkomið að hafa samband og við aðstoðum með framhaldið.