Nafnspjöld
Nafnspjöld eru einfalt og ódýrt kynningarefni sem þú getur látið útbúa fyrir þig. Við getum útbúið nafnspjöld í mörgum stærðum og gerðum en algengasta stærð nafnspjalda eru 85 x 55 mm, kreditkortastærð og passa í flesta þar til gerða vasa og standa fyrir nafnspjöld. Hægt er að prenta öðru megin eða beggja vegna á nafnspjöld, gera rúnuð horn og bæta við níðsterkri plastfilmu til að verja fyrir hnjaski.
Prentun nafnspjalda er á hágæða pappír, einnig er hægt að uppfylla séróskir í pappírsvali, en algengast er að prenta nafnspjöld á:
- 300 gr matt
- 350 silk matt
Þú getur sent okkur í Skyndiprent tilbúna hönnun af nafnspjaldi en við getum einnig aðstoð þig við að hanna nafnspjaldið þitt. Sjá umbrot